Já ráðherra

Ráðherrann er sem betur fer ekki búin að veita áminningu heldur tekur ráðherra ákvörðun um það eftir að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er búinn að tjá sig um áminninguna sem fyrirhuguð er. Ráðherrann á því tækifæri á því að koma ólöskuð út úr þessu með því að hlusta á rök og hætta við áminninguna.

Ráðherrann sagðist reyndar ekki ætla að „reka málið í fjölmiðlum“. Áminning er stjórnvaldsákvörðun og unnt er að láta dómstóla skera úr um lögmæti þeirra. Það er vonandi fyrir þá sem vilja pólitískan frama ráðherrans sem mestan að ummæli hans þýði ekki að hann ætli sér að reka málið fyrir dómstólum.  Það getur ekki litið vel út fyrir ráðherrann að verða gerð afturreka með þetta mál fyrir dómi.


mbl.is Ákvörðun Álfheiðar „ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum bregðast jafnvel lögmenn við (hvað svo sem slíkur titill inniber) í fljótræði, sbr. frétt í mbl. í dag.  Þegar hátt er reitt til höggs gegn pólitískum andstæðingi og óskhyggjan ræður ferð, verður það stundum að ómerkilegu klámhöggi.

SO

SO (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 12:37

2 identicon

Þetta mál er allt hið furðulegasta.

Forstjótinn leitar til Ríkisendurskoðunar því hann er eitthvað ósáttur við nýja reglugerð sem ráðherra sendir honum. Raðherra mislíkar að hann hafi ekki fyrst leitað til sín ef hann er ósáttur . Ráðherra hótar,  í framhaldinu, forstjóranum áminningu fyrir trúnaðarbrot gegn sér.

 Ríkisendurskoðun sendir frá sér álit þar sem ámynningarhótunin er fordæmd. En í fréttum er hvergi minnst á upphaflega ágreiningsefnið, þ.e. reglugerðarbreytinguna. Bréf forstjórans til Ríkisendurskoðunar var sent áður en ámynningarhótunin var send.

Tók Ríkisendurskoðun enga afstöðu til reglugerðarinnar eða gleymdist hún í öllu pólitíska moldviðrinu? Var eðlilegt að forstjórinn færi með þetta mál í fjölmiðla?

Margar fleiri spurningar vakna.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:24

3 Smámynd: Oddgeir Einarsson

SO: Ég svara almennt ekki nafnleysum og jafnvel þótt þú hefðir þorað að segja til nafns þá skil ég ekki athugasemd þína og hef ekkert um hana að segja.

Svavar: Miðað við áhuga almennings á þessu máli þá má líka spyrja hvort eðlilegt hefði verið að þessu máli hefði verið haldið leyndu og frá almenningi. Nema opin stjórnsýsla sé slæm og lokuð góð.

Oddgeir Einarsson, 7.4.2010 kl. 17:44

4 Smámynd: Landfari

Mig minnir nú að orðalagið hafi verið þannig að hún ætlaði að veita honum áminninguna. Ekki að hún væri að skoða hvort veita ætti honum áminningu. Það var enginn fyrirvari í bréfinu um þessa ákvörðun.

Ég sé ekki hvernig hún á að koma ólöskuð út úr þessu máli nema ef vera skyldi fyrir pólitíkst skammtímaminni Íslendinga almennt og að ekki verði boðað til þingkosninga á þessu ári.

Landfari, 7.4.2010 kl. 19:43

5 Smámynd: Skarfurinn

Barnalegt af þér sem löglærðum manni að segja að Álfheiður geti komið (ef hún dregur í land) ólöskuð eftir það sem á undan er gengið, heldurðu að fólk sé fífl,ráðherra getur aldrei komið ólöskuð út úr þessu nema draga alveg í land og biðjast afsökunar.

Skarfurinn, 7.4.2010 kl. 21:16

6 identicon

Þetta með nafnleysið er svo sem ekki mér að kenna. Ég hélt að bloggið þitt væri sett upp þannig að  það kæmi sjálfkrafa fram hverjir senda inn athugasemdir, ef þeir væru sjálfir „bloggarar“ á moggabloggi.  Þetta gætir þú sannreynt, ef þú sendir inn athugasemd inna á blogg t.d. Sigurðar Þorsteinssonar. Ég er líka sannfærður um, að vefstjóri Moggabloggs yrði þér hjálpsamur með að koma þessari uppsetningu í kring, ef eftir væri leitað. Í svari þínu til mín kemur líka fram, að þú skiljir ekki hvað ég er að fara. Auðvitað á ég við það, að menn svari einhverju í fljótræði og telja sig hafa höndlað sannleikann. Í Mbl. kom fram  tilvitnun í Bréf Steingríms Ara Arasonar til Ríkisendurskoðanda og síðan birt bréf ríksisendurskoðanda. Og í þriðja og síðasta lagi kom athugasemd Álfheiðar ráðherra, þar sem hún leiðréttir misskilning Ríkisendursoðanda og segir hreint út, að ekki sé neitt athugavert við, að forstjóri Sjúkratrygginga leiti út fyrir ráðuneytið um aðstoð við að skilja reglugerðir, sem snerta stofnun hans. En það sé brot á eðlilegum samskiptaháttum, að ræða ekki við sig fyrst. Þetta var nú allt og sumt. Og frá mínum bæjardyrum séð, þá er erfitt að skilja þann storm í vatnsglasi, sem þessi væntanlega „áminnig“ ráðherrans hefur valdið í bloggheimum. Það eru fleiri sem láta hvína í tálknunum, af þessu gefna tilefni. En þetta er rétta leiðin, ef koma á af stað málefnasnauðri árás á pólitískan andstæðing; en ég geng út frá því að Álfheiður sé það í þínu tilfelli (ég trúi nefnilega mjög sjalda á heilaga vandlætingu samborgara minna). Ég er líka þess fullviss, að það, sem þú sendir frá þér í upphaflega blogginu, hefði aldrei birzt, ef þú hefðir gefið þér tíma til að fylgjast með málinu.Ég kom því á framfæri við þig í athugasemd minni, að ég væri ekki alveg dús við titilinn lögmaður. Ekki get ég fengið mig til að kalla þig Oddgeir lögmann Einarsson, því það væri villandi fyrir alla, sem þekkja íslenzka sögu. Á tíma Konungsríkisins Íslands (1918-1944) var almennt talað um undirrétt og yfirrétt og talað um málflutningrétt fyrir þessum tveimur dómstólum. Nokkrir lögfræðingar og málaflutningsmenn, sem lifðu breytingarnar 1944, héldu uppteknum hætti, (skv. auglýsingum í blöðum þess tíma). Þess vegna væri ekkert að því að kalla sig málaflutningsmann, ef þér er illa við skammstöfunina hdl. eða hrl. Ef þú ert hins vegar ekki með málflutningsréttindi, þá er upplagt að kalla sig cand. jur. eða lögfræðing og ef allt um þrýtur, þá væri kannski rétt að vekja upp hina fallegu alþýðlegu „tautologiu“: lagajuristi, sem hefur þó dálítið lítillækkandi merkingu í munni alþýðunnar á Íslandi „hinu gamla“.

Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 23:30

7 identicon

Kremlarlógia Sigurðar Oddsonar er undarleg. Ef ég skil hann rétt vill hann ekki að þú kallir þig lögmann, en þú mátt kalla þig hdl. eða héraðsdómslögmann.

Nú spyr ég, er hægt að vera héraðsdómslögmaður án þess að vera lögmaður?

Haukur (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 22:27

8 identicon

Ég biðst afsökunar á að hafa rangfeðrar áðurnefndan Sigurð. Allt bendir til þess að hann sé Oddgeirsson og þá væntanlega sonur bloggarans :-)

Haukur (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband