Áætlun ríkisstjórnarinnar

Eftir að síðasti Icesave samningur ríkisstjórnarinnar var kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fór ríkisstjórnin beint í að gera annan samning í stað þess að hafna einfaldlega að greiða þessa kröfu.

Það er nefnilega verulega umdeilt hvort íslenska ríkið skuldi nokkra einustu krónu vegna Icesave. Af þeim sökum hlýtur ríkisstjórnin að vita af þeim möguleika að forsetin muni neita að undirrita hvers konar lög um slíka greiðslu og þjóðin að hafna þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þess vegna er óskiljanlegt að íslenska ríkið hafi ekki skilað inn vörn í málinu sem rekið er hjá eftirlitsstofun EFTA um Icesave án þess þó að málið hafi verið látið niður falla gagnvart Íslandi. Það gerir málið erfiðara ef nýji samningurinn verður ekki samþykktur af þjóðinni.

Ég tel að sú ákvörðun að skila ekki vörn í málinu sé hluti af þeirri áætlun sem ríkisstjórnin hefur fylgt í gegnum allt þetta mál, um að láta Ísland borga Icesave, sama hvað það kostar.


mbl.is Mikil áhætta ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hin mikla áhætta felst nú í að ef við höfnum endum við að samningaborðinu eða í dómi gætum þurft að greiða alla summuna og það strax en ekki á >5% vergrar þjóðarframleiðslu til allt að 30 ára...

Það kemur svo líka upp að ef að við meðgöngum nú hvort við séum að reisa klásúlu...

Það eru mörg og stór "ef; hefði; kannski" í þessu nú sem og áður!

Óskar Guðmundsson, 10.12.2010 kl. 08:32

2 identicon

Hvort sem samningurinn verður samþykkur eða ekki þá er það náttúrulega vítavert kæruleysi og sýnir ótrúlegan þöngulhausa hátt að skila ekki inn vörn í málinu til eftirlitsstofnunarinnar.

Eftirlits stofnun getur t.d. vel tekið málið fyrir þó svo samningurinn verði samþykktur.

Gunnar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 12:05

3 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna lausn við hinu svokallaða "gyðingavandamáli", nú er víst byrjað að tala um "Íslendingavandamálið" með sömu rökum...en viljum við virkilega láta kúga okkur af ný-fasistum og neo-colonialistum???!!!!!!

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Eigi skal gráta heldur safna liði og REKA svikula slæma þjóna fólksins! (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband