Aðhald lögreglu

Það voru að mínu mati hárrétt viðbrögð hjá lögreglunni að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar á að hafa skipað manni hætta að taka upp myndskeið þar sem lögreglumaður var m.a. að störfum.

Lögreglan bendir í yfirlýsingu sinni réttilega á að það sé ekkert í lögum sem banni almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Mér finnst að lögrelgan hefði líka getað bent á að það væri jafnvel æskilegt að til séu sem bestar heimildir um störf hennar á almannafæri enda er hún í raun með einkarétt á því að beita fólk valdi. Það er því mikilvægt að þeim sem sinni slíkum störfum sé veitt aðhald.

Hver veit hvernig farið hefði ef lögrelgumaðurinn sem framkvæmdi "norsku handtökuna" á Laugaveginum hér um árið, þegar ölvaðri konu var skellt utan í málmbekk, hefði gert sér grein fyrir því að verið væri að taka störf hans upp? 


mbl.is Lögreglan biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er nóg fyrir lögreglumann að biðjast afsökunar, þegar hann brýtur lög, og heldur svo bara starfinu eins og ekkert ólöglegt og óeðlilegt hafi gerst? Hvar leitar fólk réttar síns? Hjá ónýtum dómstólum Íslands?

Það er varla von til að vel gangi á Íslandi?

Hvað meinar þú annars með "norsku handtökuna"? Gætir þú útskýrt það aðeins betur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.5.2015 kl. 14:49

2 identicon

Anna, hvaða lög braut löggan? Fyrst bað hann manninn um að hætta að taka myndir af öllu þessu en síðan seinna meir þá segir hann skýrum orðum að hann veiti ekki heimild til að birta myndbandið. Eitthvað sem persónuvernd styður. 
Nú fyrst þetta er svona mikið mál þá hefði viðkomandi getað byrjað á því að kvarta til lögreglu og ríkissaksóknara en þetta er náttla löggan svo það er miklu sveittara að fara bara með þetta beint á netið gegn lögum um persónuvernd.

Síðan ef löggan hefði tekið illa á þessu þá hefði hann getað farið með þetta í umbosðmann og fjölmiðla eins og þjóðfélagið gerir ráð fyrir með sínum leikreglum...

en hvaða lög er löggan að brjóta?

hallur hallsson (IP-tala skráð) 18.5.2015 kl. 15:19

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hallur. Á hverju bað lögregla afsökunar? Þarf fólk að biðjast afsökunar, ef það hefur ekkert gert af sér?

Hvernig er þetta eiginlega?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.5.2015 kl. 16:21

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála Oddgeir hárrétt viðbrögð. Það er hvergi bannað með lögum að taka upp eða smella myndum hvar sem er og rétt að biðjast fyrirgefningar vegna þess, EN ef Lögreglan bað Halldór um að hætta að taka upp þá hefði það líka átt að verða sjálfsagt að verða við þeirri beiðni af hálfu Halldórs, sem kýs að halda hljóðupptöku áfram og setja allt svo í netmiðla...

Óskiljanlegt svo lítið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.5.2015 kl. 22:48

5 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Mér sýnast margir halda að lögreglumaðurinn hafi bara beðið hann um að hætta. Ég heyrði ekki betur en að hann hafi skipað honum mjög ákveðið að hætta með orðunum "gjörðu svo vel að hætta að taka upp". Það var hvorki "viltu" fyrir framan eða spurningartónn í setningunni. Ég tel að ástæðan fyrir afsökunarbeiðni lögreglunnar sé að hún hafi skipað einstaklingi eitthvað sem engin heimild var fyrir að skipa honum að gera.

Varðandi "norsku handtökuna" þá var það mál sem fór mjög hátt fyrir nokkrum misserum. Lögreglumaður framkvæmdi handtöku, að sögn samkvæmt einhverri norskri aðferð, og hlaut dóm fyrir of harkalega handtöku og var látinn hætta í lögreglunni að því loknu. 

Oddgeir Einarsson, 19.5.2015 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband