Varðandi þjóðerni

Ef maður rennir yfir bloggin um þessa sorglegu frétt þá virðast margir vera mjög uggandi vegna afbrota útlendinga hér á landi.

Ég hef þó lítið séð um tölfræði sem sýnir fram á hvort afbrot séu algengari meðal útlendinga en Íslendinga.

Ég gerði í gamni mínu mjög óvísindalega könnun á þessu með því að skoða nýjustu refsidómana í héraðsdómi Reykjavíkur. Mjög lausleg og ónákvæm skoðun leiddi í ljós að af þeim ca. 20 einstaklingum sem síðast voru sakfelldir fyrir afbrot voru 20 íslendingar en 0 útlendingar. 


mbl.is Fimm grunaðir um að hafa nauðgað stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lukkan blessi þig fyrir að koma smá vitri borinni hugsun að, innan um þetta órökstudda gjamm.

Halli (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:55

2 identicon

Samt er það svo að í dag les maður svo til vikulega um nauðganir, barsmíðar og fleiri voðaverk þar sem gerendurnir eru erlendir, stundum ekki 1 heldur nokkar nauðganir um helgi.

Það eru nú ekki svo mörg ár síðan að ofbeldis fréttir voru sjaldgjæf lesning. Það er svo meira segja farið að forðast það að taka fram í fréttum hvers lendir þessir menn eru til að reyna að róa landann í að vilja þessa glæpamenn burt af landinu, t.d. sundlaugarperrann.

Það segir manni líka að eitthvað mikið er að ef að ekkert af öllum þessum útlendingum hafa verið sakfelldir!

Það er alveg ljóst, að með öllu því ágætis fólki sem útlendingarnir eru, þá koma of margir svartir sauðir með. Þetta ástand er ekki Íslendingum bjóðandi!

Þar fyrir utan finnst mér alveg óþolandi að geta ekki í dag fengið svo til nokkurstaðar þjónustu á íslensku og svo ef þú ferð í bíó er búið að íslenska myndir sem maður vill horfa á sínu upphaflega máli (enda óþolandi að horfa á talsettar myndir).

Hér er verndun íslenskrar tunguorðin orðin ansi gagnlaus!

Inga (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:45

3 identicon

Fimm karlmenn sem handteknir voru í Reykjavík í gær eru grunaðir um að hafa nauðgað stúlku í húsi í Vesturbænum í fyrrinótt. Grunur leikur á að stúlkunni hafi verið byrluð ólyfjan, en tildrög atburðarins liggja ekki ljós fyrir.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Krafist var gæsluvarðhalds yfir mönnunum, og hafa nokkrir þeirra verið úrskurðaðir í varðhald í dag.

 

Er ég blindur eða lesblindur???

hvar stendur erlendur? útlendingar? 

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:09

4 identicon

http://visir.is/article/20080311/FRETTIR01/80311039 'Asgeir hættu að sleikja up útlenska nauðgara þu ert ógeð  eg held að siðasta hópnauðgunnin með islendingum hafi verið á eldborg 2001  og vona eg innilega að þeim aumingjum hafi verið nauðgað inn á litlahrauni..eg ættla mer að fara að gera enhvað i þessum ógeðum

jon hjalpar (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 14:49

5 identicon

Jon hjalpar. þekkir þú mig? er ég ógeð? er ég að sleikja upp útlendinga?? Ég ætla að alhæfa hérna eins og þú og seigja að þú sért ílla upplýstur bjáni, og jú seinasta KÆRÐA nauðgunn með Íslendingum var eflaust í eldborg, ég hef að vísu ekki hugmynd um það.  Já ég er búin að lesa fréttina á vísi, fannst þetta vera hálfskrítið að allir  voru að æpa útlendingar út frá frétt á mbl.is þar sem ekkert slíkt stóð

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:43

6 identicon

Í þessari frétt er sagt Grunaðir um nauðgun. Ekki staðhæft semsagt. Engu að síður , í sönnuðum málum á að dæma fólk til vistar á viðeigandi stofnun og síðar,í ljósi glæps vísa úr landi. Mér hef þekkt til aðila sem hefur og afplánar núna dóm á Litla Hrauni. Þar er meiri hlutinn útlendingar  segir hann. Sjálfur hef ég alldrey sitið inni til að færa sönnur á það.

Ég hef MIKIL samskifti við útlendinga vegn a vinnu minnar. Mest fjölskildufólk sem hef án undantekningar verið sómafólk.

Góð færsla Oddgeir.

kristjan (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:48

7 identicon

Mig langar að skjóta hér inn athugasemd sem ég ritaði við annað blogg. Afsakið að ég sé að copy/paste-a svona, en vegna athugasemdar Jóns hér fyrir ofan get ég ekki stillt mig.

Athugasemdin var svona:

Ég kýs að rita þessa athugasemd nafnlaust.

En þannig er, að ég hef starfað sem embættismaður hjá íslenska ríkinu í fangavörslu í rúman áratug. Allan þennan tíma hefur maður verið að hitta unga íslenska drengi sem monta sig mikið af því hvað þeir eru duglegir að lauma ólyfjan í drykki hjá fólki (einkum kvenfólki) úti á skemmtanalífinu. Skemmtilegustu sögurnar eru þær, sem enda á því að þeir komast yfir fórnarlömbin, og leika þau grátt.

Þetta er altalað innan bæði lögreglu- og fangavarðastéttar.  Allir vita af þessu, og hafa heyrt gortið í mönnunum.

Vissulega eru líka til erlendir karlmenn á Íslandi sem gera svona, en þeir eru einfaldlega í jafnmiklum minnihluta gerenda, og hlutfall þeirra af íbúum og þjóðfélagshópum gefur tilefni til að ætla.

Það er gamall 'leikur' að lauma ólyfjan í drykki fólks af hinu kyninu með það fyrir augum að hafa gaman af og/eða komast yfir viðkomandi, og dílerar á Íslandi hafa síður en svo setið á strák sínum í þeim efnum.

Reynsla mín (og annarra) er, að þetta séu snyrtilegir menn, oft innan þess hóps sem einhvern tíma hefðu verið kallaðir 'uppar', þ.e.a.s. ungt fólk á uppleið. Þeir eru oft að annaðhvort fjármagna eiturlyfjasölu eða stunda hana beinlínis, en ekki nógu sjoppulegir ennþá til að vera komnir á radarinn hjá lögreglunni, þótt leið margra þeirra liggi beint þangað fljótlega í framhaldinu.

Það þarf ekki nema að skanna blaðagreinar og/eða dóma 10-15 ár aftur í tímann til að sjá að svona mál hafa komið upp jöfnum höndum, þótt ekki hafi þau komist á forsíðu. Það hefur einfaldlega ekki verið áhugi á fréttaflutningi af þessu tagi, fyrr en fjölmiðlum hugkvæmdist að bæta viðskeytinu 'af erlendu bergi brotinn' við fréttina. Þá allt í einu verður þetta forsíðufrétt.

Ég get fullvissað hvern þann sem kann að lesa þetta, að okkar heimaræktuðu eintök eru fullfær um að trompa allt hvað eina sem þessir útlendu menn geta og hafa gert. Hef einfaldlega upplifað það og séð sjálfur.

En það hefur enginn áhuga á að heyra svona í dag, því miður.

Annars er gaman að því, að hörðustu talsmenn þess að Ísland sé fyrir Íslendinga eingöngu, sem ég nokkru sinni hef hitt, eru þeir sem eru allra lægst af þeim lægst settu í glæpamannastiganum á Íslandi. Menn sem þyrftu talsverða stöðuhækkun til að geta kallað sig róna, og eiga erfitt með að tala heilt orð án hikorðsinnskota.

En það er nú mest til fróðleiks og skemmtunar sem ég get þess. Þó er það þannig, að mörg rök hér að ofan og annarsstaðar úr samfélagsumræðunni sem lúta að því að útlendingar séu hættulegir, eru þau sömu eða sams konar og maður heyrir frá þessum einstaklingum.

Ég er ekki að segja þetta til að gera lítið úr þeim sem hafa skrifað hér að ofan, eða finnst útlendingar betur komnir annars staðar, þetta er einfaldlega satt. En ég á ekki von á að nokkur fjölmiðill á Íslandi hafi þá döngun sem þarf til að tækla svona umræðu. Það er einfaldlega of auðvelt að taka þátt í söngnum. Það hafa danskir fjölmiðlar gert, og þar sem ég þekki málið allvel, get ég fullvissað landa mína um, að við erum betur laus við þá stemningu sem nú ríkir í Baunaveldi.

Veit ekki til hvers ég er að skrifa þetta. Enginn les þetta, öllum er sama, og hver hefur sína skoðun eftir sem áður.

Það er bara svo niðurdrepandi að heyra fólk fara með allar þessar rangfærslur, vita ýmislegt sem fólk ekki veit, og geta ekki komið því á framfæri.

Netverji (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:43

8 identicon

...og því fer víðsfjarri að síðasta hópnauðgun sem framin var á Íslandi af innfæddum hafi verið í Eldborg.

Netverji (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:44

9 identicon

Ég sá einhverstaðar tölur um að 30 af 80 föngum á litla hrauni séu með erlendan ríkisborgara rétt, en þetta gæti verið vitleysa. Annað hvort eru dómstólar svona fordómafullir að þeir dæma frekar útlendinga í afplánun eða þau bort sem þeir fremji séu alvarlegri en íslendingar fremji. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:59

10 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sæll Ragnar.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um fyrir 1. janúar 2008 voru erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi alls 21.434. Það geriri 6,8% af mannfjöldanum á Íslandi. Í Reykjavík er þetta hlutfall 7,5%.

Hlutfall karla með erlent ríkisfang af heildarfjölda karla var 8,1%. Ekki voru tölur um hlutfall erlendra karla af körlum í Reykjavík.

Fjöldi þeirra sem kemur hingað tímabundið er ekki inn í þessu.

Oddgeir Einarsson, 12.3.2008 kl. 08:55

11 identicon

Bjöggi: Það er ekki hægt að skoða hlutfall fanga til að fá hugmynd um hlutfall innflytjenda sem sýna brotahegðun. Stór hluti þeirra útlendinga sem lenda í fangelsi hér, eru teknir í millilendingu við smygl á fíkniefnum og/eða fólki, eða eru einfaldlega erlend burðardýr sem ekki eru búsett hér.

Rannsóknir um allan vestrænan heim sýna að innflytjendur fá að jafnaði frekar fangelsisdóm en heimamenn, og að jafnaði lengri dóm en heimamenn fyrir samskonar brot. 

Netverji (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 14:10

12 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Oddgeir. Ég er ekki búinn að lesa athugsemdirnar, en vil klappa fyrir færslunni sjálfri. Góður punktur.

Sindri Guðjónsson, 16.3.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband