7.10.2008 | 23:18
Ljósbrot frjálshyggjunnar
Þar sem margir hafa talað fjálglega um skipbrot frjálshyggjunnar undanfarið þá leyfi ég mér að ítreka mótmæli mín við að hið opinbera eyði skattfé í prjál á borð við þessa snobbsúlu.
Er ekki einhver möguleiki á að skattgreiðendur þurfi frekar á peningunum að halda til að greiða af lánum sínum? Eða ef nauðsynlegt er að taka peningana af þeim að nota þá e.t.v. frekar í að versla gjaldeyrisvaraforða.
Það er það sama með þessa eyðslu hins opinbera og aðra eyðslu sem saman nemur milljörðum króna að gegnrýni á þær er alltaf flokkað sem skilningsleysi og nöldur. Hvað ætli við ættum marga milljarða ónotaða ef hlustað hefði verið á gagnrýni um að hætta að eyða í landbúnað, öryggisráð, sendiráð, afþreyingariðnað (þ. á m. listir), ríkisfjölmiðla o.s.frv.?
Ég mun annars fjalla betur síðar þegar ég hef tíma til um hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem veitir ekki af á þessum síðustu og verstu tímum en í stuttu máli þá snýst frjálshyggja ekki um peninga heldur siðferði. Ég tel augljóst að þetta þurfi að skýra nánar fyrir mörgum.
![]() |
Yoko Ono komin til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2008 | 11:34
Versti upplýsingafulltrúi í heimi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 11:00
Öryggisráðið
Draga til baka framboðið í öruggisráð SÞ. Það myndi ekki bara spara pening í vonlausa kosningabaráttu heldur einnig pening í rekstur ef svo ólíklega vill til að við eigum einhvern snefil af möguleika á að komast í ráðið.
Það er ljóst að við þurfum ekki á því að halda að henda peningum beinlínis til útlanda.
Þetta er því öruggasta ráðið í þessu máli.
Nefna mætti mörg fleiri dæmi um litlar aðgerðir sem grípa hefði átt til í gær. Margt lítið gerir nefnilega eitt stórt og getur riði baggamuninn ef efnahagurinn hangir á bláþræði næstu misserin.
![]() |
Lokað fyrir viðskipti með bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 19:00
Örvæntingarfullt tromp
Nú eru Rússar aftur byrjaðir að ráðast á löndin í kringum sig og hálfgert kalt stríð komið aftur milli þeirra og Bandríkjanna. Getum við ekki platað Bandaríkjamenn til að láta okkur hafa smáaura (á þeirra mælikvarða) í skiptum fyrir að mega notað landið okkar að vild í hernaðar- og njósnaskyni gagnvart Rússum?
Var það ekki Davíð sem þekkti Bush og þessa kalla svo vel að hann gat "name-droppað" Bush þegar hann var að tala um símtal sem hann átti? Láta hann þá redda þessu.
![]() |
Ísland flautað úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 15:12
Virðugleiki
![]() |
Færa þarf þjóðinni 1. desember á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)