30.10.2007 | 10:27
Lagaskrýtla nr. 1.
Leigubílalög banna fólki að aka hverju öðru um (nema ókeypis) og gefin eru út einkaleyfi til þess að taka gjald fyrir akstur. Það er því fámennur hópur sem löggjafinn beinlínis setur í einokunaraðstöðu á hverju svæði fyrir sig. Komið er í veg fyrir hvers konar hagræði í greininni með því að banna framsal leigubílaleyfa. Það er því ekki von á öðru en ökumenn sem telja sig geta boðið neytendum upp á góðan og öruggan akstur sitji um slík leyfi og fúlsi ekki við þeim jafnvel þótt losni þau ekki fyrr en við andlát fyrri leyfishafa.
Svona hljóðar 8. mgr. 9. gr. laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar:
Heimilt er að leyfa eftirlifandi maka leyfishafa að nýta atvinnuleyfi hans í allt að þrjú ár eftir andlát leyfishafa, þó eigi lengur en til þess tíma er leyfishafi hefði misst leyfið fyrir aldurs sakir ef hann hefði lifað, þó aldrei skemur en tólf mánuði. Þegar maki er ekki til staðar er dánarbúi leyfishafa heimilt að nýta atvinnuleyfi hans í allt að þrjá mánuði eftir andlát leyfishafa en þó ekki eftir lok búskipta.
Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst einu orði á þessa sérstöku reglu. Ekki heldur í greinargerð með lögum nr. 61/1995 sem giltu um þessi málefni fyrir tíð núgildandi laga. Sömu sögu er að segja um lögskýringargögn vegna laga nr. 77/1989 er giltu þar áður. Ég hef ekki kynnt mér lögskýringargögn vegna laga nr. 36/1970 en ekkjureglan var í gildi samkvæmt þeim lögum einnig.
Þar sem þetta ákvæði hefur verið í gildi í marga áratugi án nokkurrar sýnilegra röksemda eða rökræðu af hálfu löggjafans er e.t.v. kominn tími til að spyrja hvað sé eiginlega málið.
Ég er ekki hlynntur einkarétti lögmanna á því að flytja mál fyrir rétti og þætti það enn undarlegra ef erfingjar mínir fengju að nýta þann einkarétt sem mér var úthlutað eftir að ég félli frá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2007 | 22:26
Rétthugsun á villigötum
Hvorki forstjóri ÁTVR né dópsalar neyða efnunum inn á fólk, burtséð frá slæmum afleiðingum af neyslunni í mörgum tilfellum.
Slæmar afleiðingar áfengis eru a.m.k. ekki minni en annarra vímuefna samanlegt hér á landi. Sérfræðingar í þessum efnum segja að áfengið sé stærsti skaðvaldurinn og mun fleiri sem hafa þurft að þola hörmulega æsku vegna neyslu áfengis (t.d. foreldra sinna) en fíkniefna.
Ef innflutningur á öðrum fíkniefnum en áfengi er svona siðferðislega ámælisverður að það réttlæti 10 ára fangelsi, hvað má þá forstjóri ÁTVR hafa á samviskunni að mati þeirra sem eru sáttir við þessa dóma?
Eða gerum við enga kröfu um samræmi í rökfærslu þegar pólitísk rétthugsun á í hlut?
![]() |
9½ árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 11:59
Hörmulegt aðgengi
Í kjölfar áfengisfrumvarpsins hefur forsjármaskínan farið í gang. Nú keppist vel meinandi fólk við að útlista hversu gott fyrirkomulagið er núna í umsjá ÁTVR. Aðgengið og þjónustan sé með besta móti og hafi batnað mjög á undanförnum árum.
Hvar hafa þessir aðilar verið, sem spá dauða og hörmung með auknu aðgengi að bjór og léttvíni, þegar aðgengi ÁTVR hefur verið stóraukið í gegnum árin?
Af hverju hefur ekki heyrst eins mikið frá baráttu þessara aðila fyrir verra aðgengi að áfengi í verslunum ÁTVR öll þessi ár?
Eru hörmungarnar sem leiða af auknu aðgengi hjá ÁTVR betri en hörmungarnar sem leiða af því aukna aðgengi sem felst í að bjór fari í almennar búðir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2007 | 09:10
Sannleikann í brennidepil
Ekki hef ég hugmynd um hvort svartir séu að meðaltali greindari en hvítir eða öfugt, eða hvort greindin er nákvæmlega hin sama að meðaltali. Ég hef heldur engar skoðanir til eða frá um hver sannleikurinn sé.
Ef Vísindasafnið veit um rannsóknir um greind svartra og hvítra sem taka af allan vafa væri einfaldlega best fyrir það að vísa til þeirra í stað þess að reyna að þagga niður í öllum sem halda fram staðreyndum sem eru í andstöðu við rannsóknirnar. Þöggun nefnilega aðferð þeirra sem vilja fela sannleikann.
Eftir þetta sjálfsmark er staðan því 1-0 fyrir Dr. Watson gegn Vísindasafninu í Bretlandi.
![]() |
Hætt við fyrirlestur vísindamanns eftir að hann lét umdeild ummæli flakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.10.2007 | 10:42
Rasismi
Kunningi minn, Ingi Halldórsson á Egilstöðum, hefur undanfarið sakað mig um rasisma í garð litaðs fólks, sérstaklega svertingja. Ég kann honum litlar þakkir fyrir þetta enda vita þeir sem mig þekkja að engar skoðanir eru mér jafn fjarlægar og að verðleikar manna ráðist af hörundslit. Ég lét hann heyra það í símtali í gærkvöldi þar sem ég sagði orðrétt svo að hann gat ekki misskilið það:
Ég vil ekki að mannorð mitt sé svert, Ingi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 07:06
Konur og börn
Iðulega er tekið fram í fréttum hversu margar konur og börn látast úr hópi óbreyttra borgara þegar hernaðaraðgerðir eru annars vegar. Það má vel vera að þetta sé hið eðlilegasta framsetning en sú tilfinning læðist alltaf að mér að í þessu felist skilaboð um að skárra hefði verið ef fórnarlömbin hefðu verið karlkyns.
Nú hljóma ég e.t.v. eins og kynjafræðingur að lesa Smáralindarbækling...
![]() |
Konur og börn létust í árásum Bandaríkjamanna í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2007 | 23:28
Múghyggjustjórnin
Það er vert að leiða hugan að því þegar nýji meirihlutinn tilkynnti um félagshyggjustjórn hvort um nokkra breytingu sé að ræða. Útsvarið er í toppi og ekki man ég eftir því að staðið hafi til að lækka það. Þvert á móti þá sá Sjálfstæðisflokkurinn til þess að hverrri krónu væri eytt, þ. á m. í strætókort og auknum niðurgreiðslum á leikskólagjöldum. Fráfarandi borgarstjóri var alls ekki fastur í neinni menntaskólafrjálshyggju eins og verðandi borgarstjóri kallar það, en frjálshyggja felst m.a. í að virða frelsi einstaklinga til að gera hvaðeina sem brýtur ekki á rétti annarra. Þetta gerði fráfarandi borgarstjóri með glæsibrag þegar hann formælti veru fólks hér á landi sem stundar lögmæta atvinnu í sínu heimalandi sem honum líkaði ekki við (klám- eða erótíkurkvikmyndagerð). Einnig stóð hann sig vel í félagshyggjunni (eða múghyggjunni) þegar hann fékk því framgengt á einhvern óskiljanlegan hátt að lítill ísskápur yrði tekinn úr sambandi verslun ÁTVR í Austurstæti.
Sem hægrimaður fagna ég nýrri borgarstjórn.
![]() |
Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 17:26
Spakmæli
Ef konan þín sér lögreglumann og kveðst vilja láta handtaka sig þá skaltu vona að þér hafi ekki misheyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 08:13
Fyrsta sinn?
Minnir að ég hafi lesið um mál frá Englandi þar sem óskað var eftir framsali þýsks morðingja til USA en því hafi verið hafnað á þeirri forsendu að það bryti gegn 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem leggur bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð fólks. Ástæðan var sú að veruleg hætta væri á því að viðkomandi yrði dæmdur til dauða og ákvörðun um framsal bryti því gegn 3. gr. MSE. Dauðarefsingin sem slík var þó ekki upgefin ástæða í forsendum dómsins heldur félli hin langa og ömurlega bið fanga á dauðadeildum undir ómannúðlega meðferð.
Skrifa þetta bara eftir minni en þetta mál er a.m.k. 6 ára gamalt og líklega eldra.
![]() |
Bandarískur dómari bannar framsal á fanga frá Guantanamo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 08:04
Röksemdir í áfengissölumálum
Þegar frelsissviptingarsinnar mæla fyrir enn einni frelsisskerðingunni þá vísa þeir iðulega til þess að æskilegt sé að hafa reglurnar okkar eins og í löndunum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en bjór og léttvín sé víðast hvar í Evrópu selt í búðum (gætu þó verið einhverjar undantekningar á þessu). Af hverju telur þetta fólk ekki að röksemdin um reglusamræmið eigi eins við hér?
Persónulega tel ég þá staðreynd eina að Ísland sé með strangari reglur en aðrar þjóðir ekki rök með því að leyfa bjór og léttvín í búðum. Rökin með því eru óhagganleg réttlætisrök sem væru gild jafnvel þótt áfengi væri með öllu bannað allsstaðar annars staðar í heiminum. Rökin eru einfaldlega þau að ef hvorki kaupandi né seljandi er þvingaður til viðskipta sé rangt af þriðja aðila að koma í veg fyrir viðskiptin með valdi, hvort sem þriðji aðilinn er einn maður, margir eða fulltrúar margra manna (alþingismenn).
Til að forðast algengan misskilning þá veit ég alveg af rökum gegn þessu um að aukið aðgengi að áfengi kunni að auðvelda sumum að skaða sig með neyslu þess. Það breytir engu um að rökin með auknu frelsi standa óháð reglum annarra landa.
![]() |
Léttvín og bjór í búðir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)