Tengslafréttir

Mér finnst alltaf athyglisvert að sjá fréttir um að þetta og hitt auki líkur á þessu og hinu.

Oft er um að ræða þætti sem ekkert orsakasamband er á milli og því fremur að ræða fylgni framur en orsakatengsl.

Ég held t.d. að fullyrðingin í fyrirsögninni í þessari frétt sé röng. Ef allir lifnaðarhættir einstalkings eru nákvæmlega eins fyrir utan einsemdina þá held ég að það auki ekki líkur á krabbameini. Líklega er fréttin sú að það sé algengara að einmana fólk lifi þannig lífi að það auki líkur á krabbameini en fólk sem ekki er einmana.


mbl.is Einsemd eykur líkur á krabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsfrétt

Hvernig í ósköpunum kemst það í heimsfréttirnar að kona nokkur hafi fyrir misskilning haldið um stund að ljósmyndarar væru að reyna að taka mynd af henni?


mbl.is Hélt að hún væri rosalega fræg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband