8.12.2009 | 11:14
Tengslafréttir
Mér finnst alltaf athyglisvert að sjá fréttir um að þetta og hitt auki líkur á þessu og hinu.
Oft er um að ræða þætti sem ekkert orsakasamband er á milli og því fremur að ræða fylgni framur en orsakatengsl.
Ég held t.d. að fullyrðingin í fyrirsögninni í þessari frétt sé röng. Ef allir lifnaðarhættir einstalkings eru nákvæmlega eins fyrir utan einsemdina þá held ég að það auki ekki líkur á krabbameini. Líklega er fréttin sú að það sé algengara að einmana fólk lifi þannig lífi að það auki líkur á krabbameini en fólk sem ekki er einmana.
![]() |
Einsemd eykur líkur á krabba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2009 | 16:41
Heimsfrétt
Hvernig í ósköpunum kemst það í heimsfréttirnar að kona nokkur hafi fyrir misskilning haldið um stund að ljósmyndarar væru að reyna að taka mynd af henni?
![]() |
Hélt að hún væri rosalega fræg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)