23.3.2010 | 14:34
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Þögli minnihlutinn tekur að sér að greiða atkvæði gegn þessum lögum fyrst enginn fulltrúi kjósenda gerir það á Alþingi.
Rökin um að hitt og þetta sé gróðrastía fyrir annað eru ekki nægjanlega sterk að mínu mati til að banna starfsemina. Þannig er vefnaðarvöruframleiðsla gróðrastía fyrir barnaþrælkun víða um heim án þess að nokkur haldi því fram að banna eigi slíka starfsemi vefnaðarvöruframleiðenda. Á sama hátt hefur aðstæðum og kjörum erlendra verkamanna oft verið lýst sem þrælahaldi án þess að nokkur vilji banna þá atvinnugrein sem þeir starfa í.
Vefnaður er í lagi að mínu mati. Verklegar framkvæmdir eru líka í lagi en ekki nauðungarvinna. Barnaþrælkun er ekki í lagi. Nektardans er í lagi að sama skapi. Að neyða einhvern til að dansa nakinn er ekki í lagi.
Ég held að raunveruleg ástæða þess að margir vilja banna nektardans fremur en t.d. vefnað eða verkamannavinnu sé sú að viðkomandi séu á móti nektardansi sem slíkum fremur en að uppgefna ástæðan um gróðrastíuna fyrir eitthvað annað en nektardans.
Þá er því komið til skila til háttvirts meirihluta.
![]() |
Alþingi bannar nektardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.3.2010 | 13:14
Vafamál
Af hverju finnst glæpamönnum gott að gera vafasama hluti?
Því þeir njóta alltaf vafans.
![]() |
Neitar að hafa myrt sjúklinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 12:59
Frjáls skoðanaskipti
Það er með ólíkindum hvað ríkisstjórnin hefur fengið lítið aðhald frá fjölmiðlum í þessu Icesave máli. Þessi frétt á mbl er aðeins birting á staðreyndum fyrir utan þá afar hógværu ályktun að Steingrímur hefði skipt um skoðun. Ekki þyrfti að beita miklum ýkjum til að halda því fram að Steingrímur hafi verið mjög ósamkvæmur sjálfum sér um ýmis atriði þessu tengt.
Þeir sem gagnrýna þessa löngu tímabæru samantekt virðast helst hafa það fram að færa að aðrir en Steingrímur hafi einhverntíman skipt um skoðun. Vilja þeir sömu þá að mbl geri eins og flestir aðrir fjölmiðlar og hafi hljótt um það þegar æðstu ráðamenn tala út og suður í mikilvægustu málum þjóðarinnar?
![]() |
Steingrímur skiptir um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2010 | 12:29
Sigríður saumakona
Eftirfarandi færslu setti ég inn áður en ég áttaði mig á því að um var að ræða opinber hlutafélög eða einkahlutafélög. Smá fljótfærni hjá mér semsagt enda var ég steinhissa á því að engin umræða var um þetta!
------
Sigríður er saumakona og stofnaði fyrirtæki um reksturinn. Hún stóð sig svo vel að fólk valdi hana í auknum mæli til að sauma fyrir sig. Sigríður þurfti að ráða til sín fleiri og fleiri saumakonur til að anna verkefnunum. Umsvifin urðu svo mikil að Sigríður réði ekki við að stjórna fyrirtækinu ein og fékk einhverjar vinkonur sínar sem hún treystir vel til að stjórna því með sér.
Sigríði er alveg sama þótt einhverjir sprenglærðir viðskiptafræðipésar vilji vera í stjórn hjá henni og segist geta gert miklu betur en vinkonur hennar. Hún ræður þessu auðvitað sjálf þar sem hún stofnaði og á fyrirtækið ein og áhættan er aðeins hennar en ekki annarra ef fyrirtækinu er illa stjórnað.
Afsakið, nei. Alþingi hefur nú skipað Sigríði að ráða einhverja ókunnuga karla til að vera í stjórn yfir saumastofunni sinni.
Hún ræður ekki lengur yfir saumastofunni sinni sjálf.
![]() |
Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.3.2010 | 22:08
Nafnabreyting hjá stórþjóð
Fremur óvenjulegur atburður átti sér stað í dag þegar Bandaríki Norður Ameríku breyttu um nafn og heita eftirleiðis aðstoð.
![]() |
Bandaríkin heita aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 10:31
Hrokafyllerý Þráins Bertelssonar
Þráin Bertelsson sagði í viðtali á Bylgunni í morgun að allir þeir sem væru á móti því að ríkið greiddi listamannalaun væru fábjánar.
Í upphafi viðtalsins lýsti hann því yfir að hann ætlaði að lyfta umræðunni um listamannalaunin á æðra plan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)