28.4.2010 | 09:32
Að vera (vinstri) grænn
Það er gaman að sjá fólk innan VG stökkva á frelsisvagninn í tilefni dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu varðandi iðnaðarmálagjaldið til SI. Ungliðarnir vilja ekki að ríkið innheimti félagsgjöld fyrir pólitísk hagsmunasamtök. Hins vegar segja þeir að það sé í lagi að ríkið fjármagni þetta með öðrum hætti. Ekki er hægt að skilja þetta á annan hátt en að peningar ríkisins komi þá í gegnum skatta. Samkvæmt þessum aðilum innan VG er því í lagi að láta ríkið rukka alla aðra en aðila að SI greiða kostnaðinn af þessum pólitísku hagsmunasamtökum!
Ég bíð spenntur eftir næstu ályktun frá ungum VG um ASÍ. Samtökin eru fjármögnuð með nauðungargreiðslum félagsmanna líkt og gjöldin í SI. Þá beita samtökin sér pólitískum álitamálum eins og sést glögglega á heimasíðu ASÍ, www.asi.is.
Ályktun Ungra vinstri grænna um ASÍ hlýtur að vera á leiðinni.
![]() |
Segja SI pólitísk hagsmunasamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2010 | 11:07
Sorgarsaga.
![]() |
Lið Brann í 14 tíma rútuferð vegna gossins í Eyjafjallajökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2010 | 14:52
Rósin
![]() |
Fólk haldi ró sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2010 | 11:26
Sumir
Í fréttinni er sagt að sumir séu á því að það sé misnotkun á barni að láta það ganga skelfingu lostið á línu fyrir ofan soltin tígrísdýr.
Það hlýtur nú að vera einhver ofurviðkvæmur minnihlutahópur.
![]() |
Þriggja ára línudansari fyrir ofan tígrisbúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2010 | 11:14
Forsendubrestur?
Það hefði verið gaman að sjá dóminn leysa út þeirri málsástæðu að ábyrgð sjálfskuldarábyrgðaraðilanna væri niður fallin vegna forsendubrest í kjölfar niðurfellingar hjá aðalskuldara, þ.e. að það hefði verið forsenda sjálfskuldarábyrgðarinnar að aðalskuldari bæri ábyrgð á kröfunni líka. Það er þekkt að sjálfskuldarábyrgð getur fallið niður á grundvelli lagareglna um forsendubrest og yrði það úrlausnarefni án tillits til þess hvort lagaákvæði um ábyrgðarmenn væru gild gagnvart stjórnarskrá. Ég þekki þetta tiltekna mál þó ekki og vel má vera að slík málsástæða hefði lítið upp á sig í þessu máli.
![]() |
Lög afnámu ekki sjálfskuldarábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2010 | 11:03
Já ráðherra
Ráðherrann er sem betur fer ekki búin að veita áminningu heldur tekur ráðherra ákvörðun um það eftir að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er búinn að tjá sig um áminninguna sem fyrirhuguð er. Ráðherrann á því tækifæri á því að koma ólöskuð út úr þessu með því að hlusta á rök og hætta við áminninguna.
Ráðherrann sagðist reyndar ekki ætla að reka málið í fjölmiðlum. Áminning er stjórnvaldsákvörðun og unnt er að láta dómstóla skera úr um lögmæti þeirra. Það er vonandi fyrir þá sem vilja pólitískan frama ráðherrans sem mestan að ummæli hans þýði ekki að hann ætli sér að reka málið fyrir dómstólum. Það getur ekki litið vel út fyrir ráðherrann að verða gerð afturreka með þetta mál fyrir dómi.
![]() |
Ákvörðun Álfheiðar ólíðandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)