18.5.2015 | 14:36
Aðhald lögreglu
Það voru að mínu mati hárrétt viðbrögð hjá lögreglunni að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar á að hafa skipað manni hætta að taka upp myndskeið þar sem lögreglumaður var m.a. að störfum.
Lögreglan bendir í yfirlýsingu sinni réttilega á að það sé ekkert í lögum sem banni almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Mér finnst að lögrelgan hefði líka getað bent á að það væri jafnvel æskilegt að til séu sem bestar heimildir um störf hennar á almannafæri enda er hún í raun með einkarétt á því að beita fólk valdi. Það er því mikilvægt að þeim sem sinni slíkum störfum sé veitt aðhald.
Hver veit hvernig farið hefði ef lögrelgumaðurinn sem framkvæmdi "norsku handtökuna" á Laugaveginum hér um árið, þegar ölvaðri konu var skellt utan í málmbekk, hefði gert sér grein fyrir því að verið væri að taka störf hans upp?
![]() |
Lögreglan biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)