1.10.2007 | 17:42
Ímynd mannanafna
Nokkur mannanöfn sem mér fannst óaðlaðandi sem barn:
1. Eiríkur Hauksson = Fátækur Hauksson (ekki að meikaða)
2. Pétur Ormslev = Pétur Ormslef (ekki neitt venjulegt slef)
3. Guðlaug = Guð laug (hverju?)
Vildi bara deila þessu fyrst ég mundi allt í einu eftir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 11:17
Siðferðisleg spurning
Ef sóðinn A vill elda mat handa B, sem sættir sig vel við sóðaskapinn, hvaða siðferðislega rétt hefur C á því að skipta sér af því? (báðir lögráða einstaklingar).
Eins og með allar gæðakröfur eiga þær að koma frá þeim sem málið varðar, þ.e. kaupandanum. Ef kaupendur vilja ekki hamborgara nema vera öruggir um ákveðið hámarksmagn örvera þá opnast markaður fyrir fyrirtæki sem gefa hamborgarastöðun vottorð ef þau eru undir mörkunum. Með þeirri aðferð borga ekki aðrir en hamborgaraæturnar fyrir heilbrigðiseftirlitið, kæri þær sig um heilbrigðið yfir höfuð.
![]() |
Margir skyndibitastaðir uppfylla ekki kröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.10.2007 | 10:25
Jarðtenging
Er ég að muna vitlaust eða var ekki Veigar Páll með yfirlýsingar í fjölmiðlum í kringum síðustu landsleiki af því að hann fékk ekki að spila nógu mikið?
Nú er hann með prímadonnulæti af því að hann þurfti að fara útaf í einum leik.
Ég held að það sé alveg óhætt fyrir manninn að halda sig á jörðinni þótt hann eigi eitt gott tímabil í norska boltanum.
![]() |
Veigar ósáttur við ákvörðun þjálfarans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)