24.10.2007 | 11:59
Hörmulegt aðgengi
Í kjölfar áfengisfrumvarpsins hefur forsjármaskínan farið í gang. Nú keppist vel meinandi fólk við að útlista hversu gott fyrirkomulagið er núna í umsjá ÁTVR. Aðgengið og þjónustan sé með besta móti og hafi batnað mjög á undanförnum árum.
Hvar hafa þessir aðilar verið, sem spá dauða og hörmung með auknu aðgengi að bjór og léttvíni, þegar aðgengi ÁTVR hefur verið stóraukið í gegnum árin?
Af hverju hefur ekki heyrst eins mikið frá baráttu þessara aðila fyrir verra aðgengi að áfengi í verslunum ÁTVR öll þessi ár?
Eru hörmungarnar sem leiða af auknu aðgengi hjá ÁTVR betri en hörmungarnar sem leiða af því aukna aðgengi sem felst í að bjór fari í almennar búðir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)