Rétthugsun á villigötum

Hvorki forstjóri ÁTVR né dópsalar neyða efnunum inn á fólk, burtséð frá slæmum afleiðingum af neyslunni í mörgum tilfellum.

Slæmar afleiðingar áfengis eru a.m.k. ekki minni en annarra vímuefna samanlegt hér á landi. Sérfræðingar í þessum efnum segja að áfengið sé stærsti skaðvaldurinn og mun fleiri sem hafa þurft að þola hörmulega æsku vegna neyslu áfengis (t.d. foreldra sinna) en fíkniefna.

Ef innflutningur á öðrum fíkniefnum en áfengi er svona siðferðislega ámælisverður að það réttlæti 10 ára fangelsi, hvað má þá forstjóri ÁTVR hafa á samviskunni að mati þeirra sem eru sáttir við þessa dóma?

Eða gerum við enga kröfu um samræmi í rökfærslu þegar pólitísk rétthugsun á í hlut?


mbl.is 9½ árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband