Afstaðan til ofbeldis

Ég held að skýringuna á þessari þróun sé að finna í því að dómarar reyna að gæta samræmis í úrlausnum sínum, þ.e. að refsing sé sú sama fyrir sambærileg brot. Í fríkniefnamálunum hefur þróunin verið sú að refsing fer verulega eftir magni þess sem flutt er inn. Með sífellt stærri sendingum þyngjast refsingarnar. Kynferðisbrotin hafa auðvitað alltaf verið mjög alvarleg en hafa ekki verið að þróast á sama hátt og fíkniefnamálin. Þess vegna hefur verið meiri tregða til að þyngja refsingar í kynferðisbrotum en í fíkniefnamálum.

Þótt þetta sé ástæðan er það ekki þar með sagt að svona eigi þetta að vera. Mér finnst alveg réttmætt að bera saman refsingar við annars vegar viðskiptum með tiltekið efni, sem vissulega er hættulegt þeim er neytir þess, en engin er neyddur til að nota gegn vilja sínum, og hins vegar grófu ofbeldi gegn saklausu fólki sem ekki hefur valið að verða fyrir því.

Mér finnst að refsingar eigi að vera þyngri í ofbeldisbrotum en í málum þar sem enginn er beittur ofbeldi.


mbl.is Hæstiréttur nýtir ekki refsivaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband