Óvæntur stuðningsmaður frelsisins

„Ég vil ekki skerða frelsi út frá undantekningum, hvorki ferðafrelsi né annað“

Ofangreind ummæli lét viðmælandi Egils Helgasonar falla í Silfri hans í dag. Sem stuðningsmanni frelsis er ég hjartanlega sammála ummælunum. Flestir myndu ætla að svona mæltu aðeins „öfgafrjálshyggjupostular“ eða einhverjir þaðan af verri.

Í löggjöf okkar er að finna ótal skerðingar á frelsi allra vegna undantekningartilvika. Sem dæmi um þetta er takmörkun á aðgengi að áfengi (viðskiptafrelsi). Langflestir myndu ekki fara á fyllerístúr ef bjór kæmi í matvöruverslanir. Í undantekningartilfellum gæti einhver virkjað í sér alkann og dottið í það á gangstéttinni fyrir framan Bónus.

Löggjafinn hefur hingað til stutt að frelsi allra til að selja og kaupa áfengi hver sem er sé skert vegna undantekningartilvika sem upp kynnu að koma. Vinstri grænir eru eini flokkurinn á Alþingi hvers allir þingmenn styðja áframhaldandi frelsisskerðingu með hliðsjón af þeim undantekningartilvikum sem upp kynnu að koma.

Í því ljósi er það afar athyglisvert að það skuli einmitt hafa verið þingmaður Vinstri grænna, Atli Gíslason sem kvaðst í Silfri Egils í dag ekki vilja skerða neitt frelsi útfrá undantekningum. 

 


Bloggfærslur 18. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband