25.11.2007 | 17:38
Sendinefndin
Sem betur fer sendi KSÍ menn út til Suður-Afríku til þess að fylgjast með drættinum. Annars hefðu tíðindin aldrei borist hingað til lands.
Það var líka gott að einungis voru sendir þrír menn en ekki kannski þrjátíu. Með svona aðhaldi í rekstri blasir við að minna þarf að sækja í vasa hins almenna launamanns þegar verið er að byggja upp aðstöðu fyrir KSÍ.
![]() |
Ísland með Hollandi og Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.11.2007 | 16:43
Að standa framar öðrum
Mér finnst athyglisvert að sjá fullyrðingu í frétt um að þær þjóðir þar sem hjón eyða nákvæmlega jafn miklum tíma í húsverk standi öðrum þjóðum framar. Þetta er vitanlega ekki staðreynd heldur gildismat blaðamanns.
Ég væri sammála blaðamanninum ef þessi hlutföll væru til komin af því að brotið væri á rétti kvenna, t.d. með því að þær væru neyddar til að vinna meira heima eða nytu ekki sama samningafrelsis á vinnumarkaði og karlar.
![]() |
Konur vinna enn flest húsverkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)