Af trúmálum

Biskup og prestar Þjóðkirkjunnar, sem og aðrir talsmenn hennar, beita gjarnan þeirri röksemd að mikill meirihluti landsmanna sé skráður í Þjóðkirkjuna þegar talið berst að réttmæti þess að Þjóðkirkjunni sem tryggður með lögum stuðningur frá þeim sem ekki eru í þeim söfnuði. Við þennan málflutning hef ég ýmislegt að athuga, m.a. þetta: 

1. Ástæða þess að 80-90% landsmanna eru skráðir í Þjóðkirkjuna er sú að þeir eru sjálfkrafa skráðir í hana við fæðingu.

2. Barn sem skráð hefur verið í Þjóðkirkjuna getur ekki gengið úr henni fyrr en það verður fullorðið, sem er samkvæmt lögum við 18 ára aldur. Aldrei er þó vakin athugli á þessu og þarf viðkomandi að fara niður á Þjóðskrá og fylla út eyðublað til þess að framkvæma úrskráninguna.

3. Sá stóri hópur fólks sem er slétt sama um skráningarstöðu í Þjóðkirkjuna hefur engan hvata til að ómaka sig við að skrá sig úr kirkjunni. Ástæðan er sú að þeir sem ekki eru í neinu trúfélagi þurfa að greiða sama gjald og safnaðarmeðlimir trúfélaga til síns trúfélags. Eina breytingin er að gjaldið rennur til Háskóla Íslands. Þar af leiðandi greiðir fólkið að hluta til til guðfræðideildar. Nám við guðfræðideild er skilyrði þess að vera prestur Þjóðkirkjunnar. Þannig niðurgreiða þeir sem eru utan trúfélaga prestnám umfram þá sem eru í Þjóðkirkjunni. Það er ekki ýkja góður kostur fyrir þá sem vilja verja peningum sínum í annað en uppbyggingu Þjóðkirkjunnar.

4. Ef svona yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill vera í Þjóðkirkjunni, eins og talsmenn Þjóðkirkjunnar stagast á, hvers vegna þarf þá að neyða þessi 10-20% til að taka þátt í áhugamáli meirihlutans? 80-90% þjóðarinnar hljóta að geta rekið sína eigin kirkju á mannsæmandi hátt án þess að blanda öðrum í það mál.

= Ég legg til að þjóðkirkjan öll lög og reglur um trú manna verði afnumdar fyrir utan ákvæði stjórnarskrár um trúfrelsi. Þá geta allir trúað því sem þeir vilja og stofnað þau félög sem þá lystir án þess að blanda öðrum í þau mál.


Bloggfærslur 2. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband