4.12.2007 | 22:11
Hver veit hvað er barni fyrir bestu?
Umræðan um presta í skólum hefur sýnt að fólk hefur mjög sterkar skoðanir á því hvernig uppeldi barna þeirra eigi að vera og þar með hvernig skólastarfinu sé háttað. Rifist er um hvernig lög um grunnskóla séu orðuð og hvort kristið siðgæði eigi að vera lögbundið fyrir allt skólastarf.
Einfaldasta leiðin er sú að viðurkenna rétt foreldra til að haga uppeldi barna sinn á þann hátt sem þau telja að hæfi því best, svo lengi sem það sé ekki sannanlega skaðlegt barninu og heilsu þess.
Í því felst að foreldrar eigi að fá að velja hvernig skóla þeir setja barn sitt í. Þá gætu sumir foreldrar valið skóla þar sem kristið siðgæði og trúarstarf væri stór hluti starfsins. Aðrir foreldrar gætu valið skóla þar sem mannleg samskipti og virðing fyrir einstaklingnum yrðu kennd. Og svo framvegis. Kennsluskrá yrði samin af hverjum skóla en ekki embættismönnum.
Hver veit best hvernig skóli hentar best barninu þínu, þú eða alþingismenn eða embættismenn úti í bæ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)