4.5.2007 | 09:48
Ólýðræðislegt
Ákaflega er þetta dapurt hjá Royal. Hún vonast til að þeir sem stundi ofbeldi á götum Frakklands ráði því hver verði kjörnir forseti landsins. Lýðræði er aðferð til þess að komast að friðsamlegri niðurstöðu um það hverjir stjórni landinu. Það er alveg jafn vont að niðurstaðan ráðist af ótta við ofbeldi eftir kosningar eins og að valdhöfum sé beinlínis komið til valda með ofbeldi fyrir kosningar. Í einu orði sagt: Ólýðræðislegt.
![]() |
Royal varar við ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)