12.7.2007 | 08:04
Litlir slökkviliðsmenn
Það má vel vera að þessi fyrrverandi borgarstjóri New York sé hinn mesti skussi. Það veit ég ekkert um. Mér finnst hins vegar dapurlegt að sjá hvernig slökkviliðsmenn borgarinnar nýta sér gríðarlega samúð og aðdáun í sinn garð í kjölfar hörmunganna 11. september 2001 til að skora nokkur stig í pólitík. Það að kenna einhverjum borgarstjórakontórista um dauða á annað hundrað manns finnst mér fyrir neðan allar hellur. Það má ekki gleyma því hverjir eru morðingjarnir hér. Jafnvel þótt borgarstjórinn sé bandarískur hvítur miðaldra karlmaður og repúblikani í þokkabót þá verðum við að gefa okkur að karlgreyið hafi gert það sem hann taldi réttast við þessar mjög svo óvenjulegu aðstæður. Þessi dagur hefur eflaust valdið honum jafn miklu ef ekki meira hugarangri en meðalmanninum. Mér finnst að þessir slökkviliðsmenn eigi að skammast sín. Þeir eru bara litlir karlar eftir allt saman.
![]() |
Slökkviliðsmenn í New York gagnrýna Giuliani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.7.2007 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)