Ég mótmæli

Þar sem ég er haldinn þeim kverúlantsskap að tortryggja allar hömlur sem ríkið leggur á fólkið þá hnaut ég um þann hluta fréttarinnar þar sem fram kemur að það þurfi að fá leyfi frá lögreglu til að mótmæla einhverju í landinu (án þess að ég hafi kynnt mér þessa lagagrein).

Mér finnst að allir eigi að fá að segja sína skoðun takmarka- og skilyrðislaust, svo lengi sem viðkomandi brjóti ekki á rétti neins. 

Hvað ef um væri að ræða rólegt fólk sem engar aðrar reglur bryti en að gleyma að tilkynna lögreglunni að það ætlaði að mótmæla, tja, segjum hugsanlegu lögregluofbeldi?

Tek fram að Saving Iceland gengið er ekki dæmi um friðsamt fólk þar ég sá það m.a. halda til í Kringlunni gegn vilja þeirra sem Kringluna reka. Það er óréttmæt valdbeiting, gott fólk, alveg eins og ef ég kæmi til ykkar og neitaði að yfirgefa íbúðina eftir að mér væri sagt að fara.

Já, þetta er þunn færsla ég veit það...


mbl.is Almannahagsmunir réðu aðgerðum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband