21.8.2007 | 13:20
Tvennt mér óskiljanlegt um hvalveiðar
Það er tvennt varðandi hvalveiðar sem ég fæ seint skilið.
Annars vegar var það þegar Paul Watson sökkti hvalveiðiskipum árið 1986 að mig minnir. Mér finnst eins og ég hafi alltaf heyrt talað um að hann hefði verið sendur úr landi í kjölfarið. Af hverju var hann ekki ákærður fyrir eignaspjöll? Vinsamlegast segið mér þessa sögu ef þið kunnið.
Hins vegar eru það rök sem stundum heyrast um að það verði að vera til markaður fyrir hvalkjöt til þess að ástæða sé til að leyfa hvalveiðar. Hvað ef fólk hætti alveg að kaupa mysu, yrði mysa þá bönnuð með lögum í kjölfarið?
![]() |
Watson segist áfram vera í viðbragðsstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)