28.8.2007 | 10:09
Hvaladráp af hugsjón
Treglega hefur gengið að selja hvítlauksbrauð í verslunum undanfarið. Ríkisstjórnin hefur því bannað framleiðslu á íslensku hvítlauksbrauði þar til markaður fyrir hvítlauksbrauð opnast að nýju. Verði banninu ekki komið mál liggur fyrir að framleiðendur munu halda áfram að framleiða heilu fjöllin af hvítlauksbrauði. Ríkisstjórnin segir framleiðendurna ekki tengja framleiðsluna á neinn hátt við sölu á vörunni heldur muni þeir framleiða til eilífðarnóns verði þeim ekki bannað að gera það.
Ofangreind frétt lýsir þeim fáránleika að banna atvinnustarfsemi sem ekki er arðbær. Það hendir enginn peningum í að framleiða vöru - AF ÞVÍ BARA. Með því að banna hvalveiðar á þeim grundvelli að ekki sé markaður fyrir kjötið er verið að gera því í skóna að hvalveiðimenn séu að drepa hvalina af einhverri undarlegri hugsjón en ekki til þess að skapa tekjur.
Hafa verður í huga að hvalkjöt er vara sem margir hafa ekki séð í langan tíma og það getur því tekið tíma að skapa nægilega eftirspurn til að hægt sé að tala um að markaður sé fyrir vöruna. Það gerist ekki á meðan varan er enn bönnuð og neytendur venja sig á aðrar vörur.
Einar K. hefur oft mælt viturlega um að það eigi að fara eftir vísindalegum staðreyndum en ekki rangfærslum áróðursmanna þegar ákvörðun er tekin um hvalveiðar. Ef vísindin segja að engin útrýningarhætta sé af veiðunum á að leyfa þær með sama hátt og fiskveiðar og hvítlauksbrauðsframleiðslu og láta framleiðendurna hafa áhyggjur af því að hagnast eða hætta starfsemi.
Ákvörðunin um að banna í raun tekin út frá einhverjum almannatengslaástæðum en átyllan er skortur á markaði.
![]() |
Nýsjálendingar fagna ákvörðun um hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)