30.8.2007 | 13:25
Ég mótmæli allur!
Það er engin réttlæting fyrir því að banna hvalveiðar umfram aðrar veiðar sem ekki leiða til útrýmingar.
Ef það leiðir til einhverra króna taps að Vesturlandabúar, heilaþvegnir af pólitískri rétthugsun, hætta við að eyða aurum hérna, þá er það vel þess virði til þess að Íslendingar geti verið útverðið heilbrigðrar skynsemi í þessu máli.
Síðan ítreka ég það sem ég hef sagt að það er fráleitt að gera það að skilyrði fyrir atvinnurekstri að einkaaðili sanni fyrst að hann geti hagnast á framtaki sínu, eins og Einar K. gerir að skilyrði fyrir því að leyfa hvalveiðar.
Ég vona að Einar K. njóti breska axlarklappsins.
![]() |
Bretar fagna yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)