6.8.2007 | 22:44
Hvað er rétt og hvað er rangt?
Stundum í þessu bloggi tala ég um háttsemi sem ég fullyrði að sé rétt eða röng. Ég hef verið spurður að því hver ákveði hvað sé rétt og hvað sé rangt.
Mig langar fyrst að taka það fram að ég er þeirrar skoðunar að réttmæti hegðunar ráðist ekki af því hvort hún sé lögmæt eða ólögmæt heldur ræðst sú háttsemi alþingismanna, að samþykkja tiltekin lög, af því hvort lögin séu réttlát eða ranglát.
Ég veit ekki hvort til sé algildur mælikvarði á því hvort sérhver háttsemi sé röng eða rétt. Eina sem ég treysti mér að fullyrða um er að það er alltaf rangt að beita þá ofbeldi sem engum hafa gert nokkurt mein. Þeir sem eru ósammála þessari forsendu eru óhjákvæmilega ósammála fullyrðingum mínum um rangláta hegðun.
Af forsendu minni, um að ofbeldi sé rangt, leiðir að þvinguð afskipti (oft í formi banna og refsinga) af sjálfráða og andlega heilbrigðum einstaklingum, s.s. vegna opnunartíma verslanna, fíkniefna, verslunar, innflutnings á landbúnaðarvörum, vændis, ýmissa löggildinga sem skilyrði fyrir atvinnustarfsemi og fjárhættuspila, séu siðferðislega röng.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 21:44
Heimsmeistaramót Íslendinga
Hvenær ætlar KSÍ að halda heimsmeistaramót íslenska karlalandsliðsins?
það má alveg halda því fram að fótboltinn hérna sé það spes að hann eigi heima á sérstöku móti, alveg eins og með hestana.
![]() |
Heimsmeistaramót íslenska hestsins hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)