1.9.2007 | 18:29
Hundar og svín
Þetta myndamál um spámanninn góða mun aldrei taka enda nema það verði hætt að væla yfir einhverjum teiknimyndum. Þær munu nefnilega verða teiknaðar um ókomnatíð hvort sem einhverjum líkar vel eða illa.
Einu sinni var það þannig að það mátti ekki gera grín að forseta Íslands hér á landi. Gott ef það birtast ekki reglulega myndir af honum í svínslíki nú til dags. Það virðist hins vegar vera nokkur almenn sátt um þetta grín meðal landsmanna.
Gott að Ólafur Ragnar er ekki spámaður.
![]() |
Dönsk blöð birta Múhameðshundinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)