18.10.2008 | 09:25
Davíð Oddson er búinn að segja af sér
Úr erindi Davíðs Oddssonar formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands á ársfundi Landssambands lífeyrissjóða 18. maí 2006:
Á fjármálamarkaði skiptir staða stóru viðskiptabankanna mestu. Arðsemi þeirra hefur verið með ágætum og eiginfjárstaðan er mjög sterk. Þetta sýna m.a. álagspróf Fjármálaeftirlitsins og mat Seðlabankans á mögulegu útlánatapi. Þessar athuganir benda mjög eindregið til þess að eiginfjárstaða bankanna sé svo sterk að hún geti staðið af sér verulegt efnahagsáfall þar sem saman færu mjög alvarlegir skellir. Fjárhagslegar undirstöður þeirra eru því styrkar. Óvenjugóð arðsemi bankanna á liðnu ári og á fyrsta fjórðungi þessa árs skýrist að töluverðu leyti af gengishagnaði og arðstekjum en jafnvel þótt þessir liðir væru undanskildir var rekstrarafkoma þeirra mjög góð.Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)