Ljósbrot frjálshyggjunnar

Þar sem margir hafa talað fjálglega um „skipbrot frjálshyggjunnar“ undanfarið þá leyfi ég mér að ítreka mótmæli mín við að hið opinbera eyði skattfé í prjál á borð við þessa snobbsúlu.

Er ekki einhver möguleiki á að skattgreiðendur þurfi frekar á peningunum að halda til að greiða af lánum sínum? Eða ef nauðsynlegt er að taka peningana af þeim að nota þá e.t.v. frekar í að versla gjaldeyrisvaraforða.

Það er það sama með þessa eyðslu hins opinbera og aðra eyðslu sem saman nemur milljörðum króna að gegnrýni á þær er alltaf flokkað sem skilningsleysi og nöldur. Hvað ætli við ættum marga milljarða ónotaða ef hlustað hefði verið á gagnrýni um að hætta að eyða í landbúnað, öryggisráð, sendiráð, afþreyingariðnað (þ. á m. listir), ríkisfjölmiðla o.s.frv.?

Ég mun annars fjalla betur síðar þegar ég hef tíma til um hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem veitir ekki af á þessum síðustu og verstu tímum en í stuttu máli þá snýst frjálshyggja ekki um peninga heldur siðferði. Ég tel augljóst að þetta þurfi að skýra nánar fyrir mörgum.


mbl.is Yoko Ono komin til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband