7.10.2008 | 23:18
Ljósbrot frjálshyggjunnar
Þar sem margir hafa talað fjálglega um skipbrot frjálshyggjunnar undanfarið þá leyfi ég mér að ítreka mótmæli mín við að hið opinbera eyði skattfé í prjál á borð við þessa snobbsúlu.
Er ekki einhver möguleiki á að skattgreiðendur þurfi frekar á peningunum að halda til að greiða af lánum sínum? Eða ef nauðsynlegt er að taka peningana af þeim að nota þá e.t.v. frekar í að versla gjaldeyrisvaraforða.
Það er það sama með þessa eyðslu hins opinbera og aðra eyðslu sem saman nemur milljörðum króna að gegnrýni á þær er alltaf flokkað sem skilningsleysi og nöldur. Hvað ætli við ættum marga milljarða ónotaða ef hlustað hefði verið á gagnrýni um að hætta að eyða í landbúnað, öryggisráð, sendiráð, afþreyingariðnað (þ. á m. listir), ríkisfjölmiðla o.s.frv.?
Ég mun annars fjalla betur síðar þegar ég hef tíma til um hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem veitir ekki af á þessum síðustu og verstu tímum en í stuttu máli þá snýst frjálshyggja ekki um peninga heldur siðferði. Ég tel augljóst að þetta þurfi að skýra nánar fyrir mörgum.
![]() |
Yoko Ono komin til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)