Valdaráni hótað - hvar eru hvítliðarnir?

Úr ræðu laganemans frá HR: 

"Friðsamleg mótmæli henta vel á friðartímum en hér hefur verið gerð árás á grunngildi þau sem stjórnarskrá landsins ver og það jafngildir stríðsyfirlýsingu gegn fólkinu í þessu landi. Því segi ég; ríkisstjórnin fær EINA viku til þess að boða til kosninga og viðurkenna getuleysi sitt til að leiða okkur út úr þeim hörmungum sem hún hefur komið okkur. Að öðrum kosti þá fyllum við fólkið í landinu þingið, stjórnarráðið og ráðherrabústaðina og berum þá út sem ábyrgir eru! Ég tel slíka aðgerð ekki vera brot á lögum og reglu í ljósi þeirrar aðfarar sem gerð er að réttarríkinu og lýðveldinu Íslandi um þessar mundir!"

Þessi orð tóku þúsundir manna undir með fagnaðarlátum sínum. Síðan gekk hluti hópsins í átt að lögreglustöðinni að Hverfisgötu og hóf að taka lögin í sínar hendur með því að brjóta upp hurðina á lögreglustöðinni þegar þeim fannst ekki nógu hratt brugðist við kröfum sínum um að láta handtekinn mann lausan úr haldi. Lögfræðilegur ágreiningur var um réttmæti ákveðinnar handtöku eins og gerist reglulega þegar þvingunaraðgerðum lögreglu er beitt og er þá yfirleitt leyst úr slíku í réttarkerfinu en ekki með árásum á lögreglubyggingar.

Nú er ekki langur tími þangað til þessi einnar viku frestur rennur út og búast má við að hótuninni um valdarán verið framfylgt og að sama fólk fari að ráðast inn í Alþingi og " ráðherrabústaði" til að fjarlægja þar óæskilega ráðamenn.

Ég hef mikinn áhuga á að vita hvort lögreglan hafi gert ráðstafanir til að stöðva boðað valdarán. Er ekki kominn tími til að safna hvítliðum á nýjan leik eða hefur lögreglan nægan mannafla?


mbl.is Óánægð með ræðu á heimasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Étt'ann sjálfur“

Getur einhver sagt mér hvað Steingrímur átti við þegar hann sagði þetta við Björn?

Hvað þýðir þetta?


Djörf afstaða Bretlands

Hvers vegna í ósköpunum þarf breska ríkisstjórnin sérstaklega að taka fram að hún fordæmi þetta fjöldamorð? Ætli það hafi farið fram miklar umræður innan hennar um hvern af þremur kostum hún ætti að velja, þ.e. að styðja árásirnar, lýsa yfir hlutleysi eða að fordæma þær.


mbl.is Árásir í Bombay fordæmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband