8.12.2008 | 17:02
Hvað er lýðræði?
Unglingar eru áhrifagjarn hópur.
Undanfarnar vikur hefur gjammið í lýðskrumurum fengið að gjalla svotil óáreitt í þjóðfélagsumræðunni. Á milli þess sem menn tala sig þreytta í myndlíkingum um skipstrand og skipstjóra í brú (og reyndar nær alls þess sem gerist í tengslum við sjómennsku), þá má greina þá skoðun að það sé lýðræðislegt að skipta um ríkisstjórn af því að hávær hópur segir að hún beri ábyrgð á þeim hörmungum sem lágværari menn halda fram með rökum að alþjóðlega lausafjárskreppan, réttilega innleiddar EES-reglur og áhættusamar aðgerðir einkahlutafélaga orsökuðu af nær öllu leyti.
Að trufla störf Alþingis af því að ekki er komið til móts við tiltekið pólitískt baráttumál er einn sá ólýðræðislegi gjörningur sem til er.
![]() |
Þingfundur hafinn á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)