Píslarvættir?

Það er eitt varðandi þessi mótmæli, ekki þessi sérstaklega heldur almennt, sem mér finnst athyglisvert.

Það er það þegar fólkið er sífellt að nota orðið skríll yfir sjálft sig, aðallega að taka fram að það sé ekki skríll.

Ég hef persónulega ekki heyrt neinn málsmetandi mann kalla mótmælendurna skríl. Það þó má vel vera að einhver hafi kallað einhverja mótmælendur skríl, mögulega þegar lögregluþjónn var sleginn, þingvörður hlaupinn niður í gólfið, eggjum kastað í Alþingi Íslendinga, málningu slett á Seðlabankann eða lögreglustöðin brotin upp með slagbrandi. Slík ummæli hafa þá farið framhjá mér.

En þetta eilífa tal um að „við erum ekki skríll“, eins og taka þurfi það fram sérstaklega, finnst mér bera vott um létta píslarvættisblæti.


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband