12.2.2008 | 13:06
Kynbundnir styrkir Jóhönnu Sigurðar
Að gera það að skilyrði að fá styrk til atvinnustarfsemi að umsækjandi sé kvenkyns hringir nokkrum bjöllum:
65. gr. stjórnarskrárinnar:
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
11. gr. stjórnsýslulaga:
Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.
Jafnvel þótt styrkir Jóhönnu væru ekki kynjamismunun þá væru þeir verulega gagnrýnisverðir þar sem þeir geta skekkt samkeppnisstöðu þeirra sem einnig starfa eða munu síðar starfa á sama markaði en fá ekki styrk.
![]() |
Styrkjum úthlutað til atvinnumála kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)