14.2.2008 | 10:49
Húsin á Laugaveginum
Ég labba Laugaveginn nánast frá Hlemmi og niðurúr og upp aftur á hverjum virkum degi og hef gert um nokkurt skeið.
Fátt hefur verið jafndapurlegt að sjá og gömlu fúnu skúrarnir þar sem Nike búðin var.
Ég skil ekki þau sjónarmið sem oft heyrast nú í umræðunni gagnrýnislítið um að varðveita götumyndina.Götumynd er ekkert annað en orðið segir til um - mynd af götunni. Slíkar myndir eru til á söfnum og best geymdar þar en ekki á götum úti. Guð forði okkur frá því að varðveita götumynd Smiðjuvegar í Kópavogi þegar hún verður orðin antik.
Milljónirnar eða milljarðarnir sem fara úr vösum borgarbúa í að kaupa spýtnabrakið og byggja ofan á það eitthvað sem þykist vera upprunalegt eru síðan best geymdir í vösum þeirra sem unnu inn fyrir þeim - borgarbúa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)