24.2.2008 | 14:59
Þögli minnihlutinn tjáir sig um Eurovision
Þögli minnihlutinn hefur ákveðið að tjá sig um Eurovision og gengst þar með við því að vera plebbi.
Það sem stendur upp úr eftir lokaþáttinn er þetta:
1. Ummæli Friðriks Ómars: Glymur hæst í tómri tunnu áttu væntanlega að vera tilraun til að fara rétt með málsháttinn bylur hæst í tómri tunnu sem merkir að oft heyrist mest í þeim sem séu vitlausastir.
2. Friðrik Ómar tók þátt í þessari keppni í fyrra með leiðindarlagið Eldur. Þar eltist hann einnig við allar klisjur Eurovisionkeppninnar og ekki síst þeirrar stærslu, þ.e. að vera með risastórar trommur á sviðinu sem líta út eins og tunnur.
3. Þó það sé vissulega fyndið að menn noti stórar Eurovisiontrommur í fullri alvöru þá er það svona óþægilega Office-Klovn-fyndið, þ.e. manni líður eins og maður þurfi að slökkva á sjónvarpinu yfir því hvað persónurnar á skjánum eru að gera óstjórnlega óþægilega vandræðalega hluti. Þess vegna kýs ég frekar svona nett grín að Eurovisiontrommum þó að það sé ekki nærri því jafn fyndið og hitt.
4. Eftir keppnina í fyrra var Friðrik Ómar svo tapsár yfir því að vinna ekki að hann var með fýlusvip þegar verið var að hampa honum á sviðinu fyrir 2. eða 3. sætið, sem hann af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hreppti.
5. Þögli minnihlutinn mun horfa á keppnina í Serbíu og halda með Íslandi. hver veit nema honum fari að líka vel við Friðrik Ómar þegar hann verður búinn að hruna yfir lúseranna í öðrum löndum að sigri loknum. Þetta er karlmaður sem kann að vinna!
6. Þögli minnihlutinn óttast að vandræði verði með þessa keppni í Serbíu ef alltof mörg Evrópulönd verða búin að viðurkenna sjálfstæði Kosovo þegar hún hefst. Ingibjörg Sólrún, við förum nú ekki að taka einhverja Kosovo-Albana fram yfir sjálft Eurovison, kommon.
![]() |
Eurobandið fer til Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.2.2008 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)