5.2.2008 | 10:31
Hvað má ræða á Alþingi?
Undanfarið hafa nokkur mál komið upp í samfélaginu sem sumum þykir síður mikilvægari en önnur. Sem dæmi um þetta eru litir ungbarnaklæðnaðar, starfsheitið ráðherra, sérrými fyrir reykingamenn á skemmtistöðum, handhöfn forsetavalds í fjarveru forseta og svona mætti lengi telja.
Flestir, þ. á m. ég, hafa þá skoðun að eitthvað af öllu þessu sé hin mesta fásinna og að ekki þurfi að breyta neinu. Það sem mér þykir gagnrýnivert er að gjarnan er því bætt við að Alþingi eigi frekar að eyða tíma sínum í að ræða önnur og mikilvægari mál.
Það eru afar léleg rök fyrir afstöðu í máli (þ.e. að ekki eigi að breyta neinu) að önnur mál séu mikilvægari að manns eigin mati. Vonandi þurfum við ekki að hlusta mikið meira á þessa röksemd.
Það má líka færa rök fyrir því að það sé gott að Alþingi eyði tímanum í óþarfa og minnki skaðann af almennt vondri lagasetningu sem frá því kemur. Hversu frábært væri það ekki ef umræða um orðið ráðherra kæmi í veg fyrir eða frestaði lögum um lágmarkshlutfall kynja í stjórnun einkafyrirtækja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)