Listamannalaun

Í tengslum við síðustu færslu um hvað megi ræða á Alþingi langar mig í dæmaskyni að ræða um listamannalaun frá ríkinu, sérstaklega þó rithöfundalaun.

Ímyndum okkur að á Íslandi væru aðeins tveir húsgagnasmiðir og ekkert væri flutt inn af húsgögnum. Dag einn ákveður ríkið að setja annan þeirra á húsgagnasmiðalaun. Sá maður getur annað hvort gefið sér lengri tíma í að smíða hvert húsgagn og náð betri gæðum eða selt það á lægra verði en hinn. Það leiðir bara beint af styrknum að öllu öðru óbreyttu.

Tilhneigingin yrði semsagt sú að húsgögn þess sem ríkið styrkti yrði ráðandi en hins víkjandi. Ríkið hefði áhrif á hvers konar húsgögn yrðu framleidd og notuð á Íslandi.

Einhverjum þykir það kannski algerlega ólíku saman að jafna að bera saman bókaskrif og húsgagnaframleiðslu. Það breytir því ekki að nákvæmlega sömu lögmál gilda um áhrif ríkisstyrkja.

Hvort húsgagnasmiðurinn og rithöfundurinn líti á sig sem iðnaðarmenn eða listamenn breytir engu um það að ríkisstyrkir jafngilda íhlutun ríkisins um hvað eigi að styrkjast og hvað eigi að veikjast í samkeppninni. Stundum hvað eigi að lifa og deyja.

Þetta er dæmi um mál sem heyrast myndu raddir um að eitthvað mikilvægara væri til að tala um ef Alþingi léti það sig varða. En viti menn, þær raddir myndu koma frá þeim sem styddu listamannalaun.


Bloggfærslur 8. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband