9.2.2008 | 18:34
Vilhjálmur borgarstjóri
Það jaðrar við sparki í liggjandi mann að fara að bera í þann bakkafulla læk að gagnrýna Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa. Geri það nú samt.
Í Kastljósi á RÚV þann 7. febrúar sl. sagðist hann ítrekað hafa leitað eftir áliti borgarlögmanns varðandi umboð sitt til að gera einhvern gerning. Svo virðist vera sem Vilhjálmur hafi verið að meina lögfræðing sem áður gegndi embætti borgarlögmanns. Samt vísaði Vilhjálmur einnig til borgarlögmanns þegar hann ræddi um álit núverandi borgarlögmanns, sem fram kom í bréfi til Umboðsmanns Alþingis.
Ég held að Vilhjálmi þyki bara leiðinlegt að vera kallaður fyrrverandi borgarstjóri og sé bara koma fram við fyrrverandi borgarlögmann eins og hann vill að komið sé fram við sig.
Vilhjálmur borgarstjóri: Þú getur notað þessa skýringu næst þegar þú ert kominn upp við vegg útaf þessum málum. Þá getur engin sagt að þú sért að ljúga.
![]() |
Forstjóri OR álitsgjafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)