11.3.2008 | 11:14
Varðandi þjóðerni
Ef maður rennir yfir bloggin um þessa sorglegu frétt þá virðast margir vera mjög uggandi vegna afbrota útlendinga hér á landi.
Ég hef þó lítið séð um tölfræði sem sýnir fram á hvort afbrot séu algengari meðal útlendinga en Íslendinga.
Ég gerði í gamni mínu mjög óvísindalega könnun á þessu með því að skoða nýjustu refsidómana í héraðsdómi Reykjavíkur. Mjög lausleg og ónákvæm skoðun leiddi í ljós að af þeim ca. 20 einstaklingum sem síðast voru sakfelldir fyrir afbrot voru 20 íslendingar en 0 útlendingar.
![]() |
Fimm grunaðir um að hafa nauðgað stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)