14.4.2008 | 09:40
Evra hækkar
Undir venjulegum kringumstæðum væri ég mjög uggandi yfir því að Evra hafi hækkað en sem áhangandi Manchester United get ég ekki annað en tekið þessu fagnandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 09:25
Sjálfstæð stefna?
Ef ég man rétt úr fréttum þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að hún myndi ekki sniðganga Ólympíuleikana vegna þess prinsipps hennar að ekki ætti að blanda saman stjórnmálum og íþróttum.
Ef ráðherrar Norðurlandanna ákvæðu hinsvegar að sniðganga Ólympíuleikana þá myndi þetta prinsipp hennar hinsvegar hverfa og Þorgerður myndi þá einnig sniðganga Ólympíuleikana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)