17.4.2008 | 10:57
Shakespeare in love
Þessi nöldurfærsla kemur e.t.v. 10 árum of seint því kvikmyndin Shakespeare in love hlaut óskarsverðlaun sem besta myndin 1998.
Ég var að sjá hana í fyrradag.
Hvílíkur ömurleiki er þessi mynd og hvílíkt og annað eins bókmenntasnobb var það að velja þessa mynd þá bestu árið 1998.
Myndin eins ótrúverðug og hugsast getur. Í fyrsta lagi fjallar hún um að Shakespeare verður ástfanginn af konu sem leikin er að Gwynett Paltrow (eða hvernig sem það er skrifað). Í öðru lagi þekkir hann ekki ástkonu sína ef hún setur á sig þunnt gerviyfirvaraskegg, jafnvel þótt hann eyði með henni löngum stundum í slíku gervi spjalli við hana í miklu návígi. Hann heldur bara að þetta sé einhver kall!
Ég nenni ekki að halda áfram að telja upp... það pirrar mig bara. Héðan í frá mun ég ekki taka neitt mark á óskarsverðlaunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)