7.8.2008 | 20:53
Rökleysa
Ég skil ekki þetta mál. Vandamálið virðist vera að of margir séu að það sé uppselt á marga ferðamannastaði og að landið beri ekki alla þessa ferðamenn.
Af hverju ætti skylda til að kaupa íslenska leiðsögumenn að leysa vandamálið?
Er það af því að þjónusta þeirra sé of léleg til að selja hana ?
![]() |
Uppselt á ferðamannastaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2008 | 11:04
Innanríkismál
Þetta röfl um að engin megi skipta sér af innanríkismálum heyrist oft og ekki bara hjá einræðisstjórninni í Kína. Þetta heyrðist líka hjá Mugabe í Simbabwe (hvernig sem það er skrifað) og mörgum öðrum.
Ofbeldi er alltaf framið af fólki. Það skiptir engu hvort verið sé að pynta fanga, banna fólki að tjá skoðanir sínar, banna fólki að eiga viðskipti sín á milli, banna fólki að skoða vefsíður, banna fólki að iðka trúarbrögð, banna fólki að dansa fyrir hvert annað, myrða fólk eða hvað sem það er í hvert skiptið. Það eru alltaf einhverjar manneskjur sem taka ákvörðun um ofbeldið.
Af hverju í ósköpunum ætti fólk (þar með talið þjóðhöfðingjar) að sætta sig frekar við ofbeldi sem er framið af ríkisstjórnum en öðrum? Afstaða kínverja í þessu máli er eins og hjá heimilisföður sem beitir fjölskyldu sína ofbeldi og býsnast yfir afskiptasemi af fjölskyldumálum sínum.
Á meðan einungis tiltölum er beitt ættu þeir að prísa sig sæla með að vera ekki komið frá með valdi.
![]() |
Bush láti af afskiptasemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)