Skemmtilegar fréttir

Ég var fyrir óvæntri ánægju í gær þegar ég sá frétt á Stöð 2 um að mál væri í gangi hjá Mannréttindadómstóli Evrópu um hvort nýr gríðarstór öreindahraðall í Sviss bryti gegn rétti fólks til lífs sem nýtur verndar samkvæmt 2. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Málsástæðan er sú að verði hraðallinn ræstur kunni það að leiða til myndunar örlítils svarthols sem muni smám saman gleypa í sig jörðina. Það er kannski óeðlilegt að mér þyki þetta fyndið. Kannski bara svartur húmor.

fréttaþreyta

Það liggur við því að ég vonist til að semjist í þessu bara af því að ég er orðinn svo leiður á því að allir fréttatímar og viðræðuþættir séu fullir af þessu máli. Það sem gerir síðan útslagið eru allar líkingarnar. Þær eru víst vanar löngum og erfiðum fæðingum....zzzzzzzzz.....
mbl.is Eitt barn fæddist á LSH í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband