Hið raunverulega misrétti

Í gær labbaði í vinnuna um kl. 9 um morguninn. Þá var fólk að skvetta málningu á stjórnarráðið. Um kl. 12 fór ég svo í hádegismat og þá voru verktakar að hreinsa málninguna.

Hver ætli borgi reikninginn - þeir sem eru að vinna eða þeir sem eru að mótmæla?

-----

Mótmæli eru oft kölluð friðsamleg af fjölmiðlum jafnvel þótt þau valdi skattgreiðendum tjóni, t.d. með auknum kostnaði við þrif, löggæslu, eignaskemmdir og fleira. Frá sjónarhóli skattgreiðandans, sem ríkisvaldið beitir sjálfskipuðum einkarétti sínum til ofbeldis (refsingum) til að knýja á um skattskilin, þá er nákvæmlega ekkert friðsamlegt við mótmælin. Þau valda því einfaldlega að peningar eru teknir af viðkomandi í skjóli valds til að borga fyrir skemmdarverk sem lögregla horfir upp á án þess að reyna að draga tjónvaldinn til ábyrgðar. Ef einhver hefur rétt á að vera reiður yfir þessu öllu saman þá er það hinn almenni launamaður sem er að reyna að nurla saman fyrir lánunum og mat handa fjölskyldu sinni.   


Bloggfærslur 13. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband