Hversu brýn er ESB aðild að mati Samfylkingarinnar?

Áhugavert verður að sjá hvort að Samfylkingin geti sætt sig við að bíða í meira en 4 ár eftir að mögulegur aðildarsamingur við ESB verður fullgiltur.

Ef koma á íslandi í ESB á minna en 4 árum þarf að breyta stjórnarskránni til þess þarf að afsal á fullveldisrétti verði lögmætt. Til að breyta stjórnarskránni þarf bæði núverandi Alþingi og hið næsta að samþykkja breytingarnar. Það þýðir að rjúfa þarf þing og boða til nýrra elþingiskosninga eftir að búið verð að samþykkja breytingarnar um ESB og fullveldið á Alþingi.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort Samfylkingin telji ESB aðild vera mikilvægari en áhættan af því að missa völd í landinu. Það, hvort Samfylkingin sýni í verki að hún stefni á aðild sem fyrst eða ekki svarar þeirri spurningu.


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband