8.4.2009 | 09:17
Frumvarp um útgjöld?
Ef ráðherra á að geta lokað lögmætri atvinnustarfsemi fyrirvaralaust vegna þess að veiðar hafi neikvæð áhrif á heildarhagsmuni þjóðarinnar þá blasir við að fyrirtæki munu í einhverjum tilvikum tapa gríðarlegum fjármunum á slíkum ákvörðunum og ekki geta staðið við gerða samninga. Það mun mögulega leiða til þess að viðkomandi aðili fer í skaðabótamál við ríkið á þeim grundvelli að ákvörðunin hafi verið ólögmæt. Í slíku dómsmáli myndi ráðherra væntanlega þurfa að sýna fram á að „heildarhagsmunum þjóðarinnar“ væri ógnað. Gaman væri að sjá hvort að Hæstiréttur gerði ekki einhverjar kröfur bæði til þess að lög sem skertu atvinnufrelsi séu skýr og einnig að sýnt sé fram með ótvíræðum hætti að lagaskilyrðum slíkrar skerðingar sé fullnægt. Þannig tel ég að ákvörðun um að stöðva veiðar vegna þrýstihópa (sem væntanlega munu láta mikið í sér heyra vitandi af hemild ráðherra) væri til þess fallin að valda ríkinu skaðabótaábyrgð. Þetta er þó erfitt að meta fyrr en lagafrumvarpið og orðalag þess liggur fyrir.
![]() |
Ráðherra geti stöðvað veiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)