8 afdrifarík mistök á 45 sekúndum

Ísland er 2 mörkum yfir þegar 45 sekúndur eru eftir og hefja sókn. Austurrikismenn eru með 6-0 vörn og pressa ekkert. Hér eru mistökin:

1) Ísland lýkur sókn með skoti eftir aðeins 14 sekúndur. Eðlilegt hefði verið að reyna eitt gegnumbrot og fá þannig eitt aukakast. Við það hefði leiktíminn runnið út að mestu og leikurinn unnist.

2) Guðjón Valur klúðrar algeru dauðafæri af línu. Þetta eru einfalt klúður en ekki röng ákvörðun hjá honum. 

3) Þegar 29 sekúndur eru eftir fær Guðjón Valur tækifæri til að brjóta á leikmanni Austurríkis sem er að hefja hraðaupphlaup en gerir það ekki heldur hleypur framhjá honum og leyfir honum að kastsa fram. Einfalt brot hefði tafið hraðaupphlaupið nægjanlega til að jöfnun væri ómöguleg. Einnig hafði Guðjón Valur geta stokkið á manninn og fengið 2 mínútur. Það hefði ekki skipt máli því tíminn væri þá svo gott sem liðinn, hraðaupphlaupið stöðvað og Ísland búið að stillá upp í vörn.

4) Þegar 27-28 sekúndur eru eftir fær Ólafur Stefánsson sama tækifæri og Guðjón Valur til að brjóta en ákveður að gera það ekki heldur leyfa Austurríkismönnum að klára hraðaupphlaupið.

5) Ólafur fær dæmd á sig skref. Hér er um bæði ranga ákvöðrun og klúður í framkvæmt að ræða því að hann hefur reynslu og getu til að missa ekki boltann í slíkri stöðu. 

6) Þegar 25 sekúndur eru eftir kemur Austurríkismaður dripplandi að punktalínu og stekkur upp og skorar. Arnór Atlason stendur á 7 metrunum og horfir á og stekkur síðan upp þegar skotið er að ríða af. Hann ákveður því að fara ekki út í manninn heldur bíða og það endar með marki.

6) Þegar búið var að dæma skref hefði Ólafur getað tafið með því að láta ekki boltann af hendi eða einhver hent sér á Austurríkismennina sem tóku við boltanum. Með þessu hefði leikurinn fjarað út eða að minnsta kosti hefðum við fengið tíma til að stilla upp í vörn allra síðustu sekúndurnar og þar með verið hverfandi líkur á marki.

7) Hreiðar tekur þá röngu ákvöðrun að fara út úr markinu til að stöðva sendingu sem ekki hefur verið gefin og skilur markið eftir opið.

8) Hreiðar Klúðrar síðan því sem klúðrar varð með því að detta þegar boltinn er á leiðinni í markið.


mbl.is Hreiðar: Nóttin var ansi erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband