Áætlun ríkisstjórnarinnar

Eftir að síðasti Icesave samningur ríkisstjórnarinnar var kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fór ríkisstjórnin beint í að gera annan samning í stað þess að hafna einfaldlega að greiða þessa kröfu.

Það er nefnilega verulega umdeilt hvort íslenska ríkið skuldi nokkra einustu krónu vegna Icesave. Af þeim sökum hlýtur ríkisstjórnin að vita af þeim möguleika að forsetin muni neita að undirrita hvers konar lög um slíka greiðslu og þjóðin að hafna þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þess vegna er óskiljanlegt að íslenska ríkið hafi ekki skilað inn vörn í málinu sem rekið er hjá eftirlitsstofun EFTA um Icesave án þess þó að málið hafi verið látið niður falla gagnvart Íslandi. Það gerir málið erfiðara ef nýji samningurinn verður ekki samþykktur af þjóðinni.

Ég tel að sú ákvörðun að skila ekki vörn í málinu sé hluti af þeirri áætlun sem ríkisstjórnin hefur fylgt í gegnum allt þetta mál, um að láta Ísland borga Icesave, sama hvað það kostar.


mbl.is Mikil áhætta ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband