20.3.2010 | 12:59
Frjáls skoðanaskipti
Það er með ólíkindum hvað ríkisstjórnin hefur fengið lítið aðhald frá fjölmiðlum í þessu Icesave máli. Þessi frétt á mbl er aðeins birting á staðreyndum fyrir utan þá afar hógværu ályktun að Steingrímur hefði skipt um skoðun. Ekki þyrfti að beita miklum ýkjum til að halda því fram að Steingrímur hafi verið mjög ósamkvæmur sjálfum sér um ýmis atriði þessu tengt.
Þeir sem gagnrýna þessa löngu tímabæru samantekt virðast helst hafa það fram að færa að aðrir en Steingrímur hafi einhverntíman skipt um skoðun. Vilja þeir sömu þá að mbl geri eins og flestir aðrir fjölmiðlar og hafi hljótt um það þegar æðstu ráðamenn tala út og suður í mikilvægustu málum þjóðarinnar?
![]() |
Steingrímur skiptir um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)