23.3.2010 | 14:34
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Þögli minnihlutinn tekur að sér að greiða atkvæði gegn þessum lögum fyrst enginn fulltrúi kjósenda gerir það á Alþingi.
Rökin um að hitt og þetta sé gróðrastía fyrir annað eru ekki nægjanlega sterk að mínu mati til að banna starfsemina. Þannig er vefnaðarvöruframleiðsla gróðrastía fyrir barnaþrælkun víða um heim án þess að nokkur haldi því fram að banna eigi slíka starfsemi vefnaðarvöruframleiðenda. Á sama hátt hefur aðstæðum og kjörum erlendra verkamanna oft verið lýst sem þrælahaldi án þess að nokkur vilji banna þá atvinnugrein sem þeir starfa í.
Vefnaður er í lagi að mínu mati. Verklegar framkvæmdir eru líka í lagi en ekki nauðungarvinna. Barnaþrælkun er ekki í lagi. Nektardans er í lagi að sama skapi. Að neyða einhvern til að dansa nakinn er ekki í lagi.
Ég held að raunveruleg ástæða þess að margir vilja banna nektardans fremur en t.d. vefnað eða verkamannavinnu sé sú að viðkomandi séu á móti nektardansi sem slíkum fremur en að uppgefna ástæðan um gróðrastíuna fyrir eitthvað annað en nektardans.
Þá er því komið til skila til háttvirts meirihluta.
![]() |
Alþingi bannar nektardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)