Sigríður saumakona

Eftirfarandi færslu setti ég inn áður en ég áttaði mig á því að um var að ræða opinber hlutafélög eða einkahlutafélög. Smá fljótfærni hjá mér semsagt enda var ég steinhissa á því að engin umræða var um þetta!

------

Sigríður er saumakona og stofnaði fyrirtæki um reksturinn. Hún stóð sig svo vel að fólk valdi hana í auknum mæli til að sauma fyrir sig. Sigríður þurfti að ráða til sín fleiri og fleiri saumakonur til að anna verkefnunum. Umsvifin urðu svo mikil að Sigríður réði ekki við að stjórna fyrirtækinu ein og fékk einhverjar vinkonur sínar sem hún treystir vel til að stjórna því með sér.

Sigríði er alveg sama þótt einhverjir sprenglærðir viðskiptafræðipésar vilji vera í stjórn hjá henni og segist geta gert miklu betur en vinkonur hennar. Hún ræður þessu auðvitað sjálf þar sem hún stofnaði og á fyrirtækið ein og áhættan er aðeins hennar en ekki annarra ef fyrirtækinu er illa stjórnað.

Afsakið, nei. Alþingi hefur nú skipað Sigríði að ráða einhverja ókunnuga karla til að vera í stjórn yfir saumastofunni sinni.

Hún ræður ekki lengur yfir saumastofunni sinni sjálf.


mbl.is Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband